Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Davíð Kristinsson sem hefur starfað sem einkaþjálfari í 20 ár og er sérmenntaður sem næringar- og lífsstílsþjálfari. Hann gaf út bókina „30 dagar, leið til betri lífstíls“ fyrir fjórum árum og vakti sú bók mikla athygli. Davíð rekur Heilsuþjálfun ehf. á Akureyri og er einnig einn eigandi Salatsjoppunnar. Davíð fann ástina fyrir norðan og fluttist hingað 21 árs gamall. Hann er óhræddur við að segja sínar skoðanir og er meðvitaður um að ekki séu allir sammála honum. Vikudagur heimsótti Davíð.

-Viljayfirlýsing um að koma upp Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norður-og Austurlandi hefur verið undirrituð og erindið sent til stjórnvalda. Farið er fram á að ríkið ábyrgist ákveðið fjármagn til rekstrarins. Um er að ræða samstarfsverkefni sex stofnana.

- Khatt­ab al-Mohammad, sem fluttist til Akureyrar frá Sýrlandi sem flóttamaður ásamt fjölskyldu sinni í janúar 2016, lýsti yfir vonbrigðum með skólakerfið á Akureyri í Facebookfærslu nýverið. Í færslunni segir hann m.a. að börnin eigi erfitt uppdráttar í skólanum og það sé engin stefna fyrir sýrlensku börnin. Forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar Akureyrarbæjar segir búseta í nýju landi og aðlögun að nýjum siðum og menningu vera flókið viðfangsefni.

-Anna Hildur Guðmundsdóttir sér um Matarhorni vikunnar og býður upp uppskrift af smjörsteiktum þorskhnakka með salati.

-Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefst um helgina en KA byrjar tímabilið á tveimur útileikjum. Vikudagur sló á þráðinn til Srdjan Tufegdzic, jafnan kallaður Túfa, þjálfara KA og spurði hann út í sumarið framundan

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast