Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Önnu Hildi Guðmundsdóttur sem er fyrrum deildarstjóri á göngudeild SÁÁ á Akureyri sem nú stendur til að loka. Anna þekkir alkóhólisma af eigin raun. Hún byrjaði ung að neyta áfengis en sneri blaðinu við fyrir 15 árum. Vikudagur heimsótti Önnu Hildi og spjallaði við hana um mikilvægi SÁÁ og heyrði hennar sögu um baráttuna við Bakkus. 

-Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri segir algjört úrræðaleysi vera í öldrunarmálum bæjarins og að starfsfólk  Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) sé í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíð málaflokksins í bænum.

-Martha Hermannsdóttir verður í eldlínunni með KA/Þór í kvöld í undanúrslitum bikarins í handbolta en KA/Þór mætir Haukum. Við fengum Mörthu í nærmynd og einnig til að rýna í möguleika norðanliðsins.

-Leikfélag Akureyrar frumsýndi verkið Sjeikspír eins og hann leggur sig! í síðustu viku og Ágúst Þór Árnason rýnir í verkið.

-Silja Dögg Baldursdóttir bæjarfulltrúi sér um matarhorn vikunnar og bíður upp á spennandi uppskriftir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast