Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ágúst Örn Pálsson tónlistarmann sem hefur glímt við kvíða og þunglyndi frá barnæsku. Hann segir tónlistina hafa hjálpað sér mikið í gegnum veikindin en hann ásamt þremur öðrum mynda sveitina Röskun þar sem textarnir sækja innblástur í lífi hljómsveitarmeðlimana sjálfa en allir þekkja þeir andleg veikindi á einn eða annan hátt. Röskun heldur tónleika í Hofi um helgina og tilefni þess settist Vikudagur niður með Ágústi Erni og ræddi við hann um tónlistina, geðveikina og ýmislegt fleira.  

- Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2019 og 2020 er gert ráð fyrir 350 milljónum til öldrunarmála. Þar er sérstaklega horft til endurbóta á Dvalarheimilinu Hlíð en vinnuhópur á vegum bæjarins vinnur að endurbótaáætlun á Hlíð. 

-Rekstur N4 stendur tæpt og er stjórn fyrirtækisins í viðræðum við hlutahafa um að auka fé í reksturinn.

-Hildur Eir Bolladóttir prestur er í nærmynd í blaðinu og svarar spurningum um lífið og tilveruna.

-Öryggi farþega sem ferðast með landsbyggðarstrætó frá Akureyri verður ekki tryggt fyrr en ný samgöngumiðstöð rís. Í skoðun er hvar best sé að staðsetja slíka miðstöð en heppileg staðsetning hefur ekki fundist enn.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast