Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Katrínu Björg Ríkarðsdóttur sem er nýráðinn framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu en hún hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns bæjarstjóra undanfarin ár. Hún var ung að árum þegar hún setti upp kynjagleraugun og hefur ekki tekið þau niður síðan. Ráðning hennar í stöðu aðstoðarmanns bæjarstjóra var umdeild en hún segist ekki hafa tekið umræðuna inn á sig. Vikudagur settist niður með Katrínu og spjallaði við hana um jafnrétti og margt fleira.

-Betur hefur gengið að ráða sérfræðilækna og unglækna á Sjúkrahúsið á Akureyri undanfarin ár. Sérfræðilæknar á borð við svæfingalækna og bæklunarskurðlækna hafa verið fastráðnir og vonast er eftir að lyflæknir verði fastráðinn á næstu vikum.

-Nú er rétt rúm vika í alþingiskosningar og eflaust eru margir enn að gera upp hug sinn um hvað skuli kjósa. Oddvitar þeirra tíu flokka sem bjóða fram í NA-kjördæmi sitja fyrir svörum þessa vikuna og þá næstu. Spurning þessa vikuna er einföld: Af hverju ætti fólk að kjósa ykkar flokk?

-Íþróttirnar eru á sínum stað þar sem fjallað er um gengi norðanliðanna í handbolta og körfbolta og einnig um glæsilegan árangur Mörtu Maríu Jóhannesdóttur á bikarmótinu í listskautum.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast