Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal Nóa Björnsson sem er maðurinn á bak við tjöldin hjá Þór/KA sem nýverið varð Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu. Nói hefur verið helsta sprautan á bak við liðið frá því að hann hóf afskipti af Þór/KA árið 2005 en líkt og margir aðrir elti hann börnin sín í boltabröltinu. Hann var sjálfur liðtækur knattspyrnmaður á árum áður, auk þess að hafa þjálfað í mörg ár og hefur lifað og hrærst í fótbolta frá blautu barnsbeini. Vikudagur settist niður með Nóa og spjallaði við hann um fótboltann og lífið.

-Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur á Akureyri er ósátt við að 75 ára gömul móðir hennar sem er veik og bundin við hjólastól eigi ekki rétt á sjúkraþjálfun í hvíldarinnlögn á Öldrunarheimilinu Hlíð.

-Innviður og aðstæður til hjólreiða hafa snarbatnað á Akureyri undanfarin ár. Þetta segir Vilberg Helgason samgönguhjólari. Vilberg hefur stundað hjólreiðar af kappi undanfarin ár og hefur verið iðinn við að hrósa bættum aðstæðum hjólreiðafólks í bænum á samfélagsmiðlum síðustu vikur í tengslum við samgönguviku. Vikudagur ræddi við hann um aðstöðu hjólreiðarfólks í bænum.

-Þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram í NA-kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar hafa nú margir hverjir tilkynnt um efstu sæti listanna.

-Hulda Sif Hermannsdóttir er í nærmynd og þá eru hjónin Erla Björg Guðmundsdóttir og Egill Snær Þorsteinsson með matarkrók vikunnar.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast