Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Vilhjálm Bergmann Bragason en hann hefur vakið athygli sem skáld og skemmtikraftur undanfarin ár. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Vilhjálmur lengi verið viðloðinn leikhúslífið og segist hafa ólæknandi ást á leikhúsi. Hann er annar af dúettnum Vandræðaskáld og segir húmorinn ómissandi hlut í lífinu. Vikudagur kíkti í kaffi til Vilhjálms og spjallaði við hann skáldskapinn, leiklistina, húmorinn, lífið og tilveruna.

- Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) hefur sent inn umsókn um vínveitingaleyfi fyrir öldrunarheimilin. Um nokkurt skeið hefur staðið til að sækja um slíkt leyfi enda hafa kráarkvöld verið haldin að jafnaði einu sinni í mánuði sl. 10 ár auk hátíðarviðburða og þorrablóta. 

-Á laugardaginn var tók Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, fyrstu skóflustunguna að nýjum göngu- og hjólreiðastíg sem tengir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit og Akureyri. Skóflustungan var aðalefni 500. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var úti undir beru lofti að viðstöddum fulltrúum Vegagerðarinnar, hjólreiðamönnum og öðrum gestum.

-Lára Kristín Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari sér um matarkrók vikunnar og deilir úrvalsuppskriftum í hollari kantinum með lesendum.

-Sigurður Guðmundsson verslunarmaður og fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri er í nærmynd og svarar ýmsum spurningum um daginn á veginn.

-Sportið er á sínum stað og fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis skrifa pistil þar sem vakin er athygli bæjarbúa á starfinu og vetrinum framundan.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast