Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Valgeir Bergmann Magnússon er framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. og hefur yfirumsjón  gerð jarðganganna. Frá því að gangagröftur hófst  árið 2013 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið yfir og gagnrýnisraddir verið háværar. Valgeir segir umræðuna oft á villigötum og er sannfærður um að göngin muni sanna gildi sitt eins og aðrar samgöngubætur gera. Vikudagur settist niður með Valgeiri yfir kaffibolla til að fá dýpri sýn á ástandið í jarðgöngunum í gegnum árin, forvitnast um starf framkvæmdastjórans og slaginn við neikvæðu raddirnar. 

-Fjórum myndavélum með upptökubúnaði verður komið fyrir á Akureyrarkirkju á næstu vikum. Um mótvægisaðgerðir eru að ræða vegna skemmdarverka sem unnin voru á kirkjunni í byrjun ársins.

-Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að framkvæmdir við endurbætur á Listasafninu á Akureyri verði settar í útboð. Upphafleg kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna hljóðaði upp á 400 milljónir í fjögurra ára framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar en sú upphæð hefur aukist um 140 milljónir og því verða alls 540 milljónir sem fara í endurbætur.

-Mikil fjölgun er í komu skemmtiferðaskipa til Akureyrar og Grímseyjar í sumar og þá sérstaklega í smærri skipum sem koma með 200 farþega eða minna.

-Alls 516 barnaverndartilkynningar bárust til Barnaverndar á Akureyri og hóf barnavernd könnun að eigin frumkvæði í 12 málum. Um er að ræða 12% fjölgun frá síðasta ári í fjölda tilkynninga og bætist við 24% fjölgun sem var milli áranna 2014 og 2015. Í skýrslu barnaverndar segir ennfremur að nú sé áberandi fjölgun tilkynninga um ofbeldi

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 


Nýjast