Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Áætlað er að fara í framkvæmdir á viðbyggingu á dvalarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri á næsta ári. Þar munu rísa íbúðir fyrir allt að 60 manns og gætu mögulega verið tilbúnar til notkunar á árinu 2022.

-Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri hjá Akureyrarstofu er í nærmynd og svarar nokkrum laufléttum spurningum um daginn og veginn.

-Tryggvi Gíslason skrifar grein um orðið mútur í ljósi frétta undanfarna daga.

-Atvinnuleysi á Akureyri hefur aukist umtalsvert á einu ári. Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og Austurlandi segir að samdráttur hafi verið jafnt og þétt í atvinnulífinu á Akureyri á þessu ári.

-Gauti Einarsson heldur um áskorendapennann þessa vikuna.

-Í Hús vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Eyri í Sandgerðisbót.

-Jólaandinn sveif yfir vötnum á Ráðhústorginu á Akureyri sl. laugardag þegar jólatréið frá vinabænum Randers í Danmörku var tendrað við hátíðlega athöfn. Axel Þórhallsson fangaði stemmninguna í myndum.

-Kolbrún Jónsdóttir sér um matarhornið þessa vikuna og býður upp á ítalska matargerð

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast