Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 29. ágúst og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Björg Erlingsdóttir er sveitarstjóri á Svalbarðsströnd en hún tók við embættinu fyrir um ári síðan. Vikudagur fékk Björgu í nærmynd og spurði hana einnig út í stöðuna í sveitarfélaginu.

-Akureyrarvaka fer fram um helgina, dagana 30. - 31. ágúst og verður margt um að vera. Vikudagur ræddi við Eddu Borg Stefánsdóttur, annan verkefnastjóra hátíðarinnar.

-Rekstur Listasafnsins á Akureyri er þungur. Stjórn Akureyrarstofu vill að farið verði nú þegar í hagræðingu í rekstri Listasafnsins á Akureyri og stefnt verði að því að hann verði innan fjárhagsáætlunar. Að óbreyttu stefnir tap á rekstri Listasafnsins á yfirstandandi ári.

-Leikár Leikfélags Akureyrar er tileinkað æskunni og metnaður lagður í að fá ungu kynslóðina í leikhúsið. Farið er yfir dagskrá vetrarins hjá Menningarfélagi Akureyrar.

-Síðastliðinn föstudag frumsýndi Leikfélag unga fólksins verkið FML. Hrönn Björgvinsdóttir, verkefnastjóri ungmennamála á Amtsbókasafninu, rýnir í verkið.

-Katrín Káradóttir er matgæðingur vikunnar að þessu sinni og kemur með þrjár áhugaverðar uppskriftir.

-Í Hús vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Strandgötu 11b.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.  Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751 en einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast