Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 19. júlí og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Þetta er jafnframt síðasta blað fyrir sumarfrí en blaðið fer nú í þriggja vikna pásu og kemur næst út 15. ágúst.

Meðal efnis í blaðinu:

-Viðgerðir hefjast á næstu dögum á Akureyrarkirkju vegna skemmda sem unnar voru á kirkjunni veturinn 2017.

-Rithöfundurinn Elí Freysson er þessa dagana að vinna að fjármögnun á útgáfu nýjustu bókar sinnar sem nefnist Feigðarflótti í gegnum vefsíðuna Karolina Fund.

-Kjartan Guðmundsson hefur smíðað og flogið flugmódelum í tugi ára. Á árlegum Flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarvelli á dögunum sýndi Kjartan nýjasta módelið sem er líkan af flugvél í eigu Arngríms Jóhannssonar flugmanns.

-Elín Díanna Gunnarsdóttir dósent hefur verið ráðin í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri til næstu fjögurra ára. Hún hefur starfað við Háskólann á Akureyri við kennslu, rannsóknir og stjórnun frá árinu 2002. Vikudagur fékk Elínu Díönu í nærmynd.

-Sesselía Ólafsdóttir, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi, er að koma undir sig fótunum hérlendis í kvikmyndagerð og safnar nú fyrir nýjustu mynd sinni, Betur sjá augu, í gegnum vefsíðuna kickstarter.com.

-Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, sér um matarhornið þessa vikuna og var ekki í teljandi vandræðum með að töfra fram girnilegar uppskriftir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast