Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 16 maí og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Sigurkarl Aðalsteinsson hefur aldrei verið í betra formi en hann fagnaði 60 ára afmæli sínu þann 3. apríl sl. Sigurkarl, eða Siddi rakari eins og flestir Akureyringar þekkja hann, gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í vaxtarrækt á dögunum. Hann var þar með fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim áfanga. Mótið fór fram á Spáni og keppti Sigurkarl í undir 75 kílóa flokki í flokki 55 ára og eldri. Sigurkarl hefur búið í Noregi undanfarin ár og líkar vel lífið úti. Vikudagur sló á þráðinn til Sidda.

-Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, 11 ára Akureyringur hefur skrifað handbók um Tenerife í samstarfi við móður sína, Snæfríði Ingadóttur sem ber heitir „Tenerife krakkabókin - Geggjað stuð fyrir hressa krakka.” Þar má finna allskyns upplýsingar sem nýtast krökkum og fjölskyldum þeirra.

-Gestir Hlíðarfjalls ofan Akureyrar í nýafstöðnum voru töluvert færri en undanfarin ár. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir veturinn hafa verið mikil vonbrigði.

-„Ég á margar minningar í eldhúsinu með föður mínum sem var mjög áhugasamur um mat og næringu. Þar voru fyrstu skrefin tekin og ýmislegt smakkað til,“ segir Gunnar Jarl Gunnarsson sem sér um matarhornið þessa vikuna.

-Björn Þór Sigbjörnsson útvarpsmaður er einn umsjónarmanna Morgunvaktarinnar á Rás 1 og sér um að fylgja hlustendum inn í daginn. Björn hefur lengi starfað við fjölmiðla, þá aðallega á Rúv og Fréttablaðinu. Vikudagur fékk Björn Þór í nærmynd.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast