Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 9. maí og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Daníel Starrason starfar sem atvinnuljósmyndari en hann hóf ferilinn árið 2010 þegar hann byrjaði að mynda fyrir tímarit og fréttablöð. Hann útskrifaðist úr ljósmyndanámi frá Medieskolerne í Danmörku árið 2015 og hefur allar götur síðan einbeitt sér að ljósmyndun. Vikudagur fékk Daníel til þess að opna albúmið og gefa lesendum sýnishorn af hans verkum. Blaðið fékk Daníel einnig til þess að svara nokkrum spurningum um ljósmyndunina.

-Jóhann Thorarensen garðyrkjufræðingur hefur unnið við Matjurtagarða Akureyrar frá árinu 2009. Garðarnir hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi og í dag eru um 250 garðar í leigu. Jóhann fékk á dögunum hvatningarverðlaun garðyrkjunnar við hátíðlega athöfn á Reykjum í Ölfusi en hann segir viðurkenninguna mikinn heiður fyrir sig persónulega. Vikudagur spjallaði við Jóhann og forvitnaðist um matjurtagarðana.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Aðalstræti 2.

-Agnes Bryndís Jóhannesdóttir sér um matarhornið þessa vikuna og bíður upp á nokkrar úrvals uppskriftir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem viðkemur mat eða bakstri,“ segir Bryndís.

-Miklar framkvæmdir eru nú við þungar umferðaræðar á Akureyri, bæði við Glerárgötu og Þórunnarstræti. Framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar við gatnamót Glerárgötu og Þórunnarstrætis hófust í síðustu viku.

-Þór/KA komst á blað í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. Á íþróttasíðum blaðsins er fjallað um leikinn og gengi KA og Þórs. Blak, körfubolti og íshokkí koma einnig við sögu.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is eða gerast áskrifandi í gegnum heimasíðuna með því að smella hér.


Nýjast