Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 21. mars og að vanda er eitt og annað í blaði vikunnar. Meðal efnis:

-Séra Hannes Örn Blandon stendur á tímamótum en hann hætti störfum sem sóknarprestur í Eyjafjarðarsveit þann 1. febrúar sl. en þar hefur hann starfað frá árinu 1986. Hannes hefur þjónað sem prestur í hátt í 40 ár en kvíðir ekki ævidögunum að loknum starfsferli. Vikudagur sló á þráðinn út í sveitina og spjallaði við Hannes.

-Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN, harmar að aðeins sé tryggt aðgengi fyrir fólk í hjólastól að einni hæð af fjórum á Heilsugæslunni á Akureyri. Eins og fjallað var um í síðasta blaði er lyftan í Amorhúsinu orðin léleg. Móðir stúlku í hjólastól sagði í viðtali í blaðinu að dóttir hennar hefði þurft aðstoð frá viðgerðarmanni til að komast úr lyftunni þar sem hún sat þar föst.

-Hús vikunnar er á sínum stað og að þessu sinni fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Hafnarstræti 96; París.

-92% íbúa Akureyrarbæjar eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á, samkvæmt könnun Gallups. Þetta kemur fram í könnun Gallups um viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins. Þá kemur fram að þriðjungur bæjarbúa á Akureyri eða 34% er óánægður með skipulagsmálin í bænum. Alls 37% sögðust ánægðir með skipulagsmálin en 30% hvorki né.

-Trausti Jör­und­ars­son var kjör­inn formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar á aðal­fundi sjó­manna­fé­lags­ins á dögunum. Trausti tekur við starfinu af Konráði Alfreðssyni sem hefur gegnt stöðu formanns undanfarin 30 ár. Trausti segist í samtali við Vikudag vera spenntur fyrir starfinu.

-Arna Gerður Ingvarsdóttir tók áskorun frá Viktoríu Rut Smáradóttur og kemur hér með nokkrar gómsætar uppskriftir í Matarhornið.

-Á sportsíðum blaðsins er fjallað um nýkrýnda Íslandsmeistara SA í íshokkí, gengi handboltaliðanna, júdó og fleira.  

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast