Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Ingibjörgu Elínu Halldórsdóttur sem er deildarstjóri hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð en hún tók við stöðunni fyrir tæpu ári síðan. Hún hefur starfað fyrir Rauða krossinn í um fjögur ár og segir starfið bæði gefandi og krefjandi. Vikudagur heimsótti Ingibjörgu og spjallaði við hana um Rauða krossinn, starfið sem deildarstjóri og ýmislegt fleira.

-Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa byrjað nýja starfsemi í dagþjálfun sem nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu. Þjónustudögum verður fjölgað úr 250 í 365. Markmiðið með þessu verkefni er að efla stuðning við eldra fólk sem býr heima og þarf stuðning til að búa áfram heima og efla stuðning við aðstandendur aldraðra.

-Árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst að þessu sinni í Lundarskóla á Akureyri mánudaginn 18. febrúar og stendur söfnunin yfir næstu þrjár vikurnar. Þetta er í 22. skipti sem söfnunin fer fram en hún gengur þannig fyrir sig að börn í hinum ýmsu grunnskólum landsins ganga í hús í sínu skólahverfi, tvö til fjögur börn saman, og safna peningum í merkta ABC bauka.

-Jóhanna Kristín Andradóttir hefur farið með hlutverk Línu langsokks í Freyvangsleikhúsinu í vetur en sýningum lauk nú sl. helgi. Hefur Jóhanna fengið lof fyrir leik sinn sem Lína en hlutverkið er hennar fyrsta með Freyvangsleikhúsinu. Vikudagur fékk leikkonuna ungu í nærmynd.

-Þóra Hjörleifsdóttir býr á Stafni/Jódísarstöðum 4 í Eyjafjarðarsveit en hún ásamt eiginmanni sínum reka gistiheimili yfir sumartímann sem breytist svo í netta jógastöð yfir veturinn.

-Bæði KA og Akureyri eiga lykilleiki framundan um helgina í Olís-deild karla í handbolta og KA/Þór eygir möguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni í Olís-deild kvenna.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast