Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Höllu Ingólfsdóttur hefur verið með annan fótinn út í Grímsey undanfarin 20 ár. Hún sér mörg tækifæri í eyjunni og stofnaði ferðaþjónstufyrirtæki fyrir fjórum árum til að auka við afþreyingu ferðafólks í Grímsey. Hún segist hafa kolfallið fyrir eyjunni þegar hún kom þangað fyrst og vill helst hvergi annarsstaðar vera. Vikudagur spjallaði við Höllu um lífið í Grímsey og ferðþjónustuna sem færist í vöxt.

-Á íbúafundi tengdum Brothættum byggðum í Hrísey á dögunum var rædd sú hugmynd að fá nýja ferju sem gengi eingöngu fyrir rafmagni. Kominn væri tími á orkuskipti í samgöngum til og frá Hrísey.

-Á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu var rætt um þá hugmynd að reisa styttu af teiknimyndapersónunni Tinna og hundinum hans Tobba á Torfunesbryggju. Sem kunnugt er kom blaðamaðurinn Tinni við á Akureyri í sögunni um Dularfullu stjörnuna.

- Forystufólk í lista-og menningarlífinu á Akureyri segja mikinn skort á gagnrýnendum á listræn verkefni á Akureyri frá stærstu fjölmiðlum landsins. Í minnisblaði til bæjaryfirvalda á Akureyri er sagt að afar sjaldgæft sé að stærstu fjölmiðlar landsins gagnrýni listræn verkefni sem eru upp á Akureyri og nágrenni.

-Hugrún Hjörleifsdóttir og Einar Gíslason reka ferðaþjónustufyrirtækið Brúnirhorse og Listaskálann og kaffihúsið á Brúnum í Eyjafarðarsveit ásamt því að vera í öðrum störfum. Skorað var á Hugrúnu í matarhornið þessa vikuna og kemur hún með nokkrar úrvals uppskriftir.

- Skyndihjálparmaður ársins 2018 er Guðni Ásgeirsson frá Akureyri en hann bjargaði manni sem hafði fengið hjartaáfall  á hlaupastíg í Reykjavík.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast