Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Jóhannes Gunnar Bjarnason sem flestir þekkja sem Jóa Bjarna en hann hefur verið íþróttakennari og handboltaþjálfari á Akureyri í áratugi. Fyrir fimm árum stofnaði hann Hollvinasamtök um Sjúkrahúsið á Akureyri ásamt Stefáni heitnum Gunnlaugssyni. Hollvinir SAk hafa unnið frábært starf í að efla sjúkrahúsið. Jóhannes þurfti sjálfur að reiða sig á hjálp sjúkrahússins sl. sumar þegar hann slasaðist illa í bílslysi. Vikudagur spjallaði við Jóhannes um Hollvinsamtökin og slysið sem hann er enn að jafna sig á.

-Bæjarfulltrúar á Akureyri eru ánægðir með þær áætlanir KEA að stækka flugstöðina á Akureyrarflugvelli og segja að um mikið hagsmunamál sé að ræða.

-Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, segir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af íbúaþróun á Akureyri. Gunnar bendir m.a. á að lítil fækkun íbúa hafi áhrif á útsvarstekjur bæjarins sem gæti haft áhrif á þjónustustigið. Útsvarstekjur á Akureyri voru undir landsmeðaltali á síðasta ári.

- Hollvinir SAk stefna að því að fjölga félagsmönnum um allt að helming á þessu ári og er markmiðið að ná 5.000 Akureyringum og nærsveitarmönnum inn í félagið. Félagsmenn eru í dag rúmlega 2.500.Hollvinir SAk enduðu árið 2018 með því að gefa barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri tólf ný rúm á Þorláksmessu og nú í síðustu viku afhentu samtökin sjúkrahúsinu tæki til nota á skurðstofu og gjörgæslu.

-Kraftlyftingafólkið Hulda B. Waage og Viktor Samúelsson voru valin íþróttafólk ársins 2018 á Akureyri en valið var kunngjört í Menningarhúsinu Hofi í gærkvöld. Þetta var í 40. skipti sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður.

-Andrea Waage er einkaþjáfari og kennari í World class, ásamt því að vera með Gaman saman útinámskeið sem er útileikfimi fyrir konur og hefur verið starfrækt í átta ár. Andrea hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast