Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við leik­kon­una Maríu Páls­dótt­ur sem opnaði kaffihús í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit í ágúst. Það er fyrsti áfangi í Hælinu, setri um sögu berklanna en næsti áfangi er sýning sem hún áformar að opna næsta vor. María er frá Reykhúsum sem er næsti bær norðan við Kristnes. Hún dró fjölskylduna með sér norður til að láta drauminn rætast og segist alsæl með að vera kominn heim. Vikudagur heimsótti Maríu á berklasetrið.

-Vaxandi þáttur í starfsemi stéttarfélagsins Einingar-Iðju er að aðstoða og leiðbeina erlendu starfsfólki. Málin skipta hundruðum þar sem félagið hefur aðstoðað fólk við að fá leiðréttingu sinna mála. Þetta kemur fram í grein sem Björn Snæbæjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinarsambandsins, skrifar í blaðið.

-Allur ágóði af leik KA og Gróttu í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í KA-heimilinu sl. mánudagskvöld rann óskiptur til ungra hjóna frá Akureyri og barna þeirra. Þau Fanney Eiríksdóttir og Ragnar Snær Njálsson greindu nýverið frá því að Fanney, sem þá var ófrísk af öðru barni þeirra hjóna, hefði verið greind með leghálskrabbamein.

-Í tengslum við stóraukna umferð í millilandaflugi hafa komið í ljós verulegir annmarkar á aðstöðu og búnaði Akureyrarflugvallar. Þetta kemur fram í skýrslu sem Efla verkfræðistofa vann fyrir Eyþing. Þeir annmarkar sem einkum hafa komið í ljós eru m.a. óviðunandi aðstaða í flugstöð.

- Sveinn H. Sverrisson, eða Sveinn í Felli er sjálfstætt starfandi tölvugrúskari í Glerárþorpinu. Hann samþykkti að taka áskorun matarklúbbsfélaga síns, Bjarna Jónassonar, sem var með síðasta matarhorn og sínir listir sínar í eldhúsinu.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast