Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við akureyringinn Baldvin Z sem er einn fremsti leikstjóri landsins. Nýjasta mynd hans, Lof mér að falla, er enn ein rósin í hnappagat leikstjórans en myndin hefur vakið mikla athygli og umtal og fengið gríðarlega góða aðsókn í kvikmyndahúsum. Baldvin Z fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og var ekki nema 11 ára gamall þegar hann vissi hvað braut hann ætlaði að feta í lífinu. Vikudagur sló á þráðinn til Baldvins og spjallaði við hann um nýju kvikmyndina og forvitnaðist um líf og starf kvikmyndagerðarmannsins.

-Nauðsynlegt að flytja heilsugæsluna á Akureyri í nýtt húsnæði. Fjölga þarf heimilislæknum veruleg en meðalbiðtími eftir lækni er 21 dagur. Rætt er við Jón Helga Björnsson forstjóra HSN um stöðuna í heilsugæslunni.

-Íbúar í Holta-og Hlíðarhverfi á Akureyri hafa fengið nóg af alvarlegum umferðarslysum á Hörgárbraut og vilja að bæjaryfirvöld fari tafarlaust í framkvæmdir til að öryggi gangandi vegfarenda.

-Bjarni Jónasson forstjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri er í Matarhorninu og kemur með réttir sem eru tilvaldir á köldum haustdögum.

-Sportið er á sínum stað þar sem fjallað er um handbolta, frjálsar, íshokkí og skoðað hverjir sköruðu framúr í fótboltanum í sumar.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast