Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Hildi Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri og fyrrum fjölmiðlakonu, sem ákvað að venda kvæði sínu í kross og takast á við nýjar áskoranir í lífinu. Hún segir starfið í bæjarmálunum vera heillandi og krefjandi og hlakkar til komandi verkefna. Álag í starfi og erfiðleikar í persónulega lífi Hildu Jönu tóku mikinn toll en með góðri aðstoð komst hún aftur á beinu brautina.

-Á laugardaginn kemur þann 25. ágúst verða dyr Listasafnsins á Akureyri opnaðar að nýju eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á húsakynnum þess. Framkvæmdir við endurbæturnar hafa staðið yfir í rúmt ár. Hlynur Hallsson, safnstjóri, segir mikil tímamót framundan og að fjármagnið sem bærinn hefur eytt í framkvæmdirnar muni skila sér til baka.

-Nýir sveitarstjórar voru nýlega ráðnir í Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandahreppi og segjast spenntir fyrir komandi verkefnum.

-Ólafur Sveinsson myndlistamaður,kennari, leiðsögu- og mótorhjólamaður hefur umsjón með matarkrók vikunnar og kemur með nokkrar úrvals uppskriftir.

-Verstu gatnamót landsins hafa síðustu ár öll verið á höfuðborgarsvæðinu en nú er svo komið að tvö gatnamót á Akureyri eru komin í hóp verstu gatnamóta þegar skoðuð eru slys með meiðslum.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 


Nýjast