Viðtökur ráðherra jákvæðar gagnvart flugstöð

Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur.

Fundir hafa verið haldnir með ráðherrum fjármála og samgangna er varðar væntanlega byggingu flugstöðvar á Akureyrarflugvelli. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir í samtali við blaðið að á fundunum hafi hugmyndirnar verið kynntar nánar.

„Viðtökur voru jákvæðar en nú er málið í skoðun í ráðuneytunum og við væntum formlegra svara fljótlega. Í framhaldi af því verður farið í formlegar viðræður ef afstaða stjórnvalda verður jákvæð. Þær viðræður eiga ekki að þurfa að taka langan tíma. Eins og áður ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn um jákvæða niðurstöðu í þessu máli,“ segir Halldór.

Eins og fjallað hefur verið um ætlar KEA að bjóðast til að reisa viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli og leigja ríkinu en tillaga þess efnis hefur verið unnin ásamt Akureyrarbæ, SBA og Höldi.

Halldór Jóhannsson sagði í viðtali í Vikudegi fyrir skemmstu að framkvæmdir við viðbyggingu flugstöðvar gætu hafist í vor ef verkefnið fengi hljómgrunn.


Nýjast