Viðtal: Rækta skordýr á Húsavík

Torsten Ullrich og Christin Irma Schröder  eru að hefja skordýrarækt á Húsavík. Mynd/epe
Torsten Ullrich og Christin Irma Schröder eru að hefja skordýrarækt á Húsavík. Mynd/epe

Torsten Ullrich og Christin Irma Schröder koma bæði frá Þýskalandi. Hún frá heimabæ Martins Luthers, Lutherstadt Eisleben en Torsten frá nálægum bæ í útjaðri Dresden. Þau hittust þó ekki fyrr en örlögin drógu þau til Húsavíkur þar sem ástin blossaði upp á milli þeirra. Þau störfuðu bæði við uppbyggingu á kísilveri PCC á Bakka en þegar verkefnum þeirra var að ljúka ákváðu þau finna sér ný störf og setjast að á Húsavík. Fyrir skemmstu sigruðu þau í frumkvöðlasamkeppni á vegum EIMS. Blaðamaður Skarps hitti þau og fékk að vita allt um veru þeirra á Húsavík og  sigurhugmyndina.

Frumkvöðlar í nýtingu jarðvarma

Eimur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matarauður Íslands og Íslensk verðbréf stóðu nýverið að hugmyndasamkeppni um gerð matvæla með jarðhita, undir yfirskriftinni: „Gerum okkur mat úr jarðhitanum“. Alls bárust 20 tillögur í samkeppnina um leiðir til að nýta jarðhita við framleiðslu á matvælum og næringarefnum. Dómnefnd hafði valið fjórar tillögur sem kepptu til úrslita. Hugmyndasmiðirnir komu fram í Hofi á Akureyri 14. júní s.l. og kynntu tillögurnarfyrir dómnefnd og áhorfendum. Eftir nokkrar bollaleggingar dómnefndar stóðu Christin og Torstein uppi sem sigurvegarar með verkefnið: „Rearing Insects on Geothermal Energy­ TULCIS – The Insect Farm to Feed the Future.“ Verkefnið snýst um það að nota jarðhita til ræktunar á skordýrum með það að leiðarljósi að framleiða úr þeim fóður fyrir fiskeldi. Torsten og Christin Irma hlutu tvær milljónir króna í verðlaun.

Torstein útskýrir hvernig hugmyndin fæddist: „Við vorum eitt sinn á ferðalagi um Ísland og vorum til gamans að velta fyrir okkur nýjum leiðum til að nýta alla þessa jarðvarmaorku sem Íslendingar eiga og allt landflæmið. Við sáum strax mikla möguleika í jarðvarmanum og lékum okkur með þessa hugmynd um að rækta skordýr án þess að fara neitt lengra með það. Svo sáum við auglýsingu um samkeppnina frá EIM og ákváðum að skoða þessa hugmynd betur, fara dýpra ofan í saumana á henni.” Hugmyndin miðar að því að framleiða fóður fyrir fiskeldi úr lirfum skordýra t.d. mjölorma.

Hér getur að líta fyrstu mjölbjölluna úr úr ræktun TULCIS

Viðtalið má nálgast í heild sinni í prentútgáfu Skarps

-Skarpur, 28. júní


Nýjast