„Veturinn ein stór vonbrigði“

Veðrið setti stórt strik í veturinn í Hlíðarfjalli.
Veðrið setti stórt strik í veturinn í Hlíðarfjalli.

Gestir Hlíðarfjalls ofan Akureyrar í nýafstöðnum vetri voru 57 þúsund á 101 degi sem opið var. Það eru töluvert færri gestir en undanfarin ár á skíðasvæðinu. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir hlýindakafla og slæmt veður í vetur hafi haft mikil áhrif á aðsóknina.

„Veturinn var ein stór vonbrigði og þetta var bara eiginlega enginn vetur hjá okkur,“ segir Guðmundur Karl. „Páskarnir voru flopp og sömuleiðis vetrarfríin í grunnskólum. En það sem bjargaði vetrinum var kannski það að vonda veðrið kom yfirleitt í miðri viku en ekki um helgar. Það var jákvætt.“

Veturinn var upp og niður, hann byrjaði vel að sögn Guðmundar Karls en svo kom langur kafli í byrjun janúar sem var mjög erfiður og þurfti að loka í tvær vikur. „Við viljum ekki marga svona vetur, það er alveg ljóst,“ segir Guðmundur Karl Jónsson.  


Nýjast