Verðlaun veitt á Handverkshátíð

"Allt við þetta fyrirtæki heillaði valnefnd og er til fyrirmyndar" segir í umsögn dómnefndar um val á fyrirtækis ársins sem er Meiður trésmiðja.

Handverkshátíð hefur staðið yfir á Hrafnagili frá því á fimmtudag. Valnefnd hefur tilkynnt um val á  handverksmanni ársins, bás ársins og nýliða ársins. Í valnefnd voru að þessu sinni þau Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Elínu Björgu útstillingahönnuður og eigandi Eftirtekt.is og Gunnhildur Helgadóttir myndlistamaður.

,,Allt við þetta fyrirtæki heillaði valnefnd og er til fyrirmyndar. Unnið er af mikilli fagmennsku. Vörurnar eru handgerðar á eigin verkstæði, ýmist renndar eða sagaðar út þar sem nýting viðarins, lögun hans og karakter er haft að leiðarljósi, "segir í umsögn dómnefndar um Handverksmann ársins, Meið trésmiðju.

Nýliði ársins er Ívaf, sem m.a heillaði dómnefnd með skemmtilegri framsetningu á vörum, en ekki síður litagleði og vel útfærðum mynstrum og snið á prjónavöru, sem að mestu eru unnin úr íslenskri ull.

Litla Sif fékk verðlaun fyrir bás ársins, en í umsögn dómnefndar segir að básinn vekji athygli og dragi fólk til sín, nýting á rými sé vel leyst með skemmtilega hráum og sérsmíðuðum hillum í honum miðjum. Varan njóti sín vel og uppsetning á henni sé vel útfærð.

 


Nýjast