Vaðlaheiðargöng örugg í jarðskjálftum

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng.

Vegna tíðra jarðskjálfta hér á Norðurlandi vilja fulltrúar Vaðlaheiðarganga koma því á framfæri að jarðgöng í bergi og á þokkalegu dýpi eins og Vaðlaheiðargöng eru nokkuð örugg í skjálftum, göngin sveiflast með skjálftabylgjum og eru laus við yfirborðsbylgjur.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga. Þar segir að göng séu almennt talin örugg hvað varðar jarðskjálfta. Í Vaðlaheiðargöngum  séu allir bergveggir styrktir með bergboltum og 10-20 cm steypuhúð.

„Þá verður fróðlegt að fylgjast með hvort vatnsmagn aukist eða minnki út úr göngunum, eins og staðan er núna virðist þessir skjálftar ekki haft nein áhrif á vatnsmagn eða hita vatns út úr göngunum.“


Nýjast