Útvarp Akureyri sendir út fréttir Rúv

Axel Axelsson er útvarpsstjóri á Útvarp Akureyri.
Axel Axelsson er útvarpsstjóri á Útvarp Akureyri.

Útvarp Akureyri FM 98,7 mun á næstunni auka þjónustu við hlustendur sína en fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með frá fréttastofu Rúv. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útvarp Akureyri.

„Þannig ætlar Útvarp Akureyri FM 98,7 að sinna hlustendum sínum betur með birtingu frétta frá einni af öflugustu fréttastofu landsins. Um leið uppfyllast markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna,“ segir í tilkynningu.

Útvarp Akureyri FM 98,7 hóf starfsemi 1. desember síðastliðinn en stöðin er eina staðbundna útvarpsstöðin á Eyjafjarðarsvæðinu sem er næst stærsti markaður landsins. 


Nýjast