Útlánum fjölgar á Amtsbókasafninu

Amtsbókasafnið.
Amtsbókasafnið.

Heildarútlán á Amtsbókasafninu fyrir janúar 2019 voru 13.971 og er það aukning um 1.277 eða 10% á milli ára. Útlán á bókum voru 10.524 og er það aukning um 5% á milli ára. Útlán á spilum jukust um 185% á milli ára. Gjaldtöku fyrir DVD var hætt um áramótin og við það jukust útlánin á mynddiskum og munar þar um 91% miðað við janúar 2018.

Útlán á tímaritum jukust um 20%, útlánum á bókum í gegnum Rafbókasafnið fjölgaði um 16% og þess má einnig geta að gestum fjölgaði um 7% á milli ára. Allt seinasta ár fjölgaði gestum og útlánum á Amtsbókasafninu lítillega en þó nokkuð stöðugt á milli ára. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem gestakomum og útlánum hefur fjölgað,“ segir á vef Akureyrarbæjar.


Nýjast