Uppsetning aðflugsbúnaðar ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson.
Akureyrarflugvöllur. Mynd/Hörður Geirsson.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar telur að framkvæmdir við aðflugsbúnað fyrir Akureyrarflugvöll skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum í ljósi niðurstöðu tilkynningaskýrslu Isavia sem unnin var af Eflu verkfræðistofu.

Í skýrslunni segir að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdinnar séu á fuglalíf. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við aðalskipulag Akureyrarbæjar og deiliskipulag Akureyrarflugvallar krefst aðeins óverulegrar breytingar á legu girðingar og göngustígs. Umsagnaraðilar gerðu ekki athugasemdir við útfærsluna á þeim skipulagsstigum og engar athugasemdir bárust frá almenningi.

„Það er því niðurstaða Isavia ohf. að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og eigi því ekki að vera háð mati á umhverfisáhrifum,“ segir í skýrslunni.

Uppsetning aðflugsbúnaðar ekki háð mati á umhverfisáhrifumUppsetning á nýjum aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli hefur reynst mun dýrari en áætlað var en 80 milljónir vantar til að ljúka verkinu. Framkvæmdin mun því kosta 180 milljónir


Nýjast