Undirbúningur vegna Hólasandslínu í fullum gangi

Mynd/Landsnet.
Mynd/Landsnet.

Undirbúningur vegna Hólasandslínu 3, tengingarinnar á milli Akureyrar og Hólasands, er í fullum gangi. Landsnet greinir frá því að nú sé verið að vinna að lagningu ídráttarröra samhliða framkvæmdum Akureyrarbæjar við byggingu göngu-/reiðbrúar yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár.

Byggður hefur verið varnargarður með ræsum yfir árkvíslina, og árbakkar fergðir. Framkvæmdir við byggingu brúarinnar hefjast á næstu vikum og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki um mánaðamót apríl/maí.


Nýjast