Undirbúa nýtt flugfélag fyrir millilandaflug

Mynd/Þorgeir Baldursson.
Mynd/Þorgeir Baldursson.

Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er viss um að eftirspurnin sé til staðar. Fjársveltur Akureyrarflugvöllur sé helsta hindrunin.

Fréttablaðið greindi frá þessu. Þar segir að meginaðstandendur verkefnsins séu Samherji, Höldur og Norlandair. Niceair treystir á að ferðahegðun heimamanna fyrir norðan breytist hratt. Norðanmenn þurfi nú að aka í fimm til níu klukkustundir til að komast í millilandaflug í Keflavík og gista jafnvel eina til tvær nætur á leiðinni. Einn til tveir vinnudagar fari í þann hluta ferðalagsins að koma sér til Keflavíkur.

Þorvaldur boðar frekari tíðindi af Niceair í apríl.


Nýjast