Tveimur sleppt úr haldi vegna hnífsstunguárásar

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglan á Akureyri hefur sleppt tveimur mönnum úr haldi, sem voru handteknir vegna hnífsstunguárásar í Kjarnaskógi á föstudaginn langa. Þetta kemur fram í frétt á Rúv. Þar segir að alls hafi fimm verið handteknir vegna málsins, en tveir karlar og ein kona verða í gæsluvarðhaldi fram á föstudag hið minnsta. Einn þeirra er árásarmaðurinn, sem var handtekinn rétt við Hrísalund í kjölfar ábendingar.
 
 
 

 


Nýjast