Lögreglan á Akureyri hefur sleppt tveimur mönnum úr haldi, sem voru handteknir vegna hnífsstunguárásar í Kjarnaskógi á föstudaginn langa. Þetta kemur fram í frétt á Rúv. Þar segir að alls hafi fimm verið handteknir vegna málsins, en tveir karlar og ein kona verða í gæsluvarðhaldi fram á föstudag hið minnsta. Einn þeirra er árásarmaðurinn, sem var handtekinn rétt við Hrísalund í kjölfar ábendingar.
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Eirík Björn Björgvinsson sem lætur af störfum sem bæjarstjóri á Akureyri í vor eftir átta ára setu. Vikudagur heimsótti Eirík á skrifstofu hans í Ráðhúsinu og spjallaði við hann um árin í bæja...
Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli um helgina, dagana 18.-21. Apríl. Þetta er í 43. sinn sem leikarnir eru haldnir. Í ár munu 860 keppendur á aldrinum 4-15 ára taka þátt í Andrésar andar lei...
Akureyrarbæ hefur verið gert að greiða íþróttakennara skaðabætur þar sem sannað þykir að raddbönd hennar hafi skaddast varanlega við íþróttakennslu. Akureyrarbæ er gert að greiða stefnanda rúmlega 160 þúsund krónur með vöxtum og rúmar 2 milljónir í m...
Á árinu 2017 má áætla að um 573 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Norðurland, eða 29% af heildarfjölda erlendra ferðamanna sem komu til Íslands á árinu. Næturgestir voru 456 þúsund, sem gistu að meðaltali í rúmlega þrjár nætur. Samtals voru seld...
Jón Stefánsson byggingariðnfræðingur leiðir F-listann í Eyjafjarðarsveit fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Jón var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar. Á vef Rúv kemur fram að listinn hafi fengið 47,8 prósent atkvæða og fjögur sæti ...
Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 voru lagðir fram á síðasta fundi bæjarráðs. Rekstur samstæðunnar gekk vel á árinu 2017 þrátt fyrir mjög háa gjaldfærslu vegna breytinga á lífeyrisskuldbindingum og var Akureyrarbær rekinn með 557 milljóna ...
Óhætt er að segja að lífið snúist um dans hjá Evu Reykjalín Elvarsdóttur danskennara á Akureyri. Hún rekur STEPS Dancecenter ásamt tveimur öðrum, kennir Zumba a.m.k. þrisvar í viku og kennir einnig dans í leikskólum, skólum og við allskyns athafnir v...