Tónmenntakennarar fást ekki til starfa

Aðeins er tónmenntakennsla í tveimur grunnskólum af sjö á Akureyri.
Aðeins er tónmenntakennsla í tveimur grunnskólum af sjö á Akureyri.

Undanfarin ár hefur Akureyrarbær markvisst auglýst eftir fleiri tónmenntakennurum til starfa en án árangurs. Af sjö grunnskólum bæjarins eru aðeins tónmenntakennarar að störfum í tveimur þeirra. Tónmenntakennarinn í Brekkuskóla, fjölmennastaskóla bæjarins, hætti störfum í vor og kennari sem blaðamaður ræddi við sagði mikla eftirsjá af tónmenntakennslunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ er þó unnið með tónlist í öllum skólum bæjarins. Í svari frá Fræðslusviði Akureyrarbæjar segir að í öllum skólum sé verkefnið Söngvaflóð í 1. og 2. bekk í samstarfi við Tónlistarskóla Akureyrar, auk þess sem samsöngur er í hluta skólanna fyrir alla.

„Í aðalnámskrá segir að tónlist, sviðslist og sjónlist skuli vera hluti af námi nemenda og að nemendur læri að hlusta og njóta tónlistar. Eftir því er starfað í skólum þó með ólíkum hætti sé,“ segir í svarinu.  

 


Nýjast