Todmobile og Salka Sól á Græna hattinum

Hljómsveitin Todmobile heldur tvenna tónleika á Græna hattinum um helgina.
Hljómsveitin Todmobile heldur tvenna tónleika á Græna hattinum um helgina.

Salka Sól er ein af ástsælustu söngkonum landsins og hefur vakið athygli með hljómsveit sinni Amabadama. Hún mun koma fram á Græna hattinum í kvöld ,fimmtudagskvöld en með henni á sviði verða þeir Guðmundur Óskar á bassa, Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur og Tómas Jónsson á píanó.

Salka mun syngja lög sem hafa haft áhrif á hana og mótað hana sem einstakling og listamann. Lagavalið er fjölbreytt og skemmtilegt, allt frá Bítlunum og The Beach Boys til Spice Girls og Amy Winehouse. Ásamt því mun hún flytja lög eftir hana sjálfa, bæði þekkt og nýtt efni. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

Í ár er fagnar stórsveitin Todmobile 30 ára afmæli og mun sveitin halda tvenna tónleikana á Græna hattinum um helgina, föstudags-og laugardagskvöld til að hita upp fyrir öflugt afmælisstarf í haust. Mun sveitin taka alla sína helstu slagara í gegnum árin. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 bæði kvöldin.


Nýjast