Þorpararnir gefa í Minningasjóð um Baldvins Rúnarssonar

Ragnheiður Jakobsdóttir móðir Baldvins og Hermann Helgi bróðir Baldvins með drengjunum sem afhentu R…
Ragnheiður Jakobsdóttir móðir Baldvins og Hermann Helgi bróðir Baldvins með drengjunum sem afhentu Ragnheiði peningagjöfina. Mynd Thorsport

Hópur ungra Þórsara sem tóku þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ um liðna helgi og keppti undir nafninu Þorpararnir hafa gefið 160 þúsund krónur í Minningarsjóð um Baldvin Rúnarsson.

 Krakkarnir sem mynda þennan hóp eru strákar úr 5. flokki og stelpur úr 4. flokki en þau seldu auglýsingar á búningana og merktu þá með nafni Baldvins Rúnarssonar, Bassa eins og hann var kallaður og tölustöfunum 603. Þegar reiknisdæmið var gert upp var 160 þúsund krónur í afgang og krakkarnir vildu því gefa þann pening til minningar um Baldvin.

 Nokkrir strákar úr hópnum færðu Ragnheiði Jakobsdóttur móður Baldvins peningana og treyju.


Nýjast