Þór/KA tekur á móti KR í dag

Mynd/ Þórir Tr.
Mynd/ Þórir Tr.

Kvennalið Þórs/KA tekur á móti KR í Pepsideild kvenna á Þórsvelli í dag klukkan 18:00.

Nú eru aðeins 5 umferðir eftir í deildarkeppninni og trónir Akureyrarliði á toppnum með 8 stiga forskot og aðeins 15 stig eftir í pottinum. Sigur í dag þýðir amk 8 stiga forskot þegar tólf stig eru eftir í pottinum. Það er enn nokkuð í það að Þór/KA geti farið að fagna titlinum, en líklega er óhætt að segja að liðið sé komið með aðra hönd á bikarinn.

„Þór/KA vann fyrri leik liðanna 0-2 á Alvogenvellinum með mörkum frá Önnu Rakel Pétursdóttur og Söndru Mayor í síðari hálfleik. En það er ljóst að stelpurnar þurfa að hafa mikið fyrir stigunum í dag en KR liðið er búið að vera á góðu skriði að undanförnu og hefur unnið síðustu tvo leiki sína,“ segir á heimasíðu KA.

Nú er um að gera fyrir alla stuðningsmenn Akureyrarliðsins að fjölmenna á Þórsvöll í dag og halda áfram að styðja stelpurnar til sigurs, og koma bikarnum aftur heim til Akureyrar.

 FÉLAGLUJTMÖRKNETSTIG
1 Þór/KA 13 11 2 0 32  -    9 23 35
2 Breiðablik 13 9 0 4 29  -    8 21 27
3 Stjarnan 14 8 3 3 33  -  14 19 27
4 ÍBV 13 8 3 2 27  -  13 14 27
5 Valur 13 8 1 4 31  -  14 17 25
6 FH 13 6 0 7 14  -  19 -5 18
7 Grindavík 14 4 2 8 13  -  35 -22 14
8 KR 13 4 0 9 12  -  29 -17 12
9 Fylkir 13 1 2 10   8  -  28 -20 5
10 Haukar 13 0 1 12   7  -  37 -30 1

Nýjast