Þönglabakkamessa um næstu helgi

Messað verður á Þönglabakka í Þorgeirsfirði 29. júli næstkomandi og hefst athöfn klukkan 14.
Messað verður á Þönglabakka í Þorgeirsfirði 29. júli næstkomandi og hefst athöfn klukkan 14.

Messað verður á Þönglabakka í Þorgeirsfirði 29. júli næstkomandi og hefst athöfn klukkan 14.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna.

 Húni siglir og hægt að ganga frá Hvalvatnsfirði yfir í Þorgeirsfjörð. Fargjald með Húna kostar 2500 krónur og gildir það hvar svo sem menn hoppa um borð, á Akureyri eða Grenivík, né heldur hvort menn kaupa aðra leið eða báðar.

Lagt verður upp frá Akureyri kl. 8 að morgni og Grenivík kl. 10. Húni tekur að hámarki 70 manns og gildir hér hið forkveðna; Fyrstir koma, fyrstir fá. Kaffi, tek og pönnsur eru í boði um borð.

Gott er að bóka farið á póstfangið bolli.petur.bollason@gmail.com.

 Síðan verður hægt að aka að Tindriðastöðum í Hvalvatnsfirði sem tekur um það bil klukkustund og ganga þaðan yfir hálsinn sem tekur álíka langan tíma, annars er þeim sem ætla sér að taka þátt í messuhaldinu gert að finna út úr því sjálft á hvern hátt það kemur sér á staðinn.


Nýjast