Þokulúður vakti bæjarbúa á Akureyri í morgun

Um var að ræða eðlilegar öryggisráðstafanir við mjög erfið en tiltölulega fátíð skilyrði á Akureyri.
Um var að ræða eðlilegar öryggisráðstafanir við mjög erfið en tiltölulega fátíð skilyrði á Akureyri.

Fjölmargir bæjarbúar og gestir á Akureyri vöknuðu við háværan þokulúður frá skemmtiferðaskipi um klukkan sex í morgun. Á Facebooksíðu bæjarins kemur fram að skýringin hjá hafnarstjóra á látunum hafi verið svartaþoka yfir bænum og alþjóðlegar reglur kveði á um að skipunum beri að láta af sér vita við slíkar aðstæður.

Hér var því um að ræða eðlilegar öryggisráðstafanir við mjög erfið en tiltölulega fátíð skilyrði á Akureyri, segir á Facebooksíðu bæjarins.


Nýjast