Tekur upp stuttmynd í Eyjafirði

Sesselía Ólafsdóttir.
Sesselía Ólafsdóttir.

Sesselía Ólafsdóttir, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi, er að koma undir sig fótunum hérlendis í kvikmyndagerð og safnar nú fyrir nýjustu mynd sinni, Betur sjá augu, í gegnum vefsíðuna kickstarter.com.

Sesselía útskrifaðist sem leikari og leikstjóri frá London árið 2012 og hefur unnið töluvert við kvikmyndir, stuttmyndir og leikhús. Margir kannast einnig við hana sem annan aðilann af dúettnum Vandræðaskáld.

Söfnuninni lýkur á sunnudaginn kemur þann 21. júlí. Til að styrkja verkefnið og fyrir nánari upplýsingar um upphæðir, vinninga og verkefnið almennt er hægt að fara inn á vefsíðuna www.kickstarter.com og skrifa Betur sjá augu í leitarglugganum.  

Í Vikudegi sem kom út í gær er rætt við Sesselíu um nýju myndina og listina. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.

 

 


Nýjast