Tangabryggja lengd til suðurs

Til stendur að lengja Tangabryggju um 168 metra til suðurs og verður bryggjukanturinn að verki loknu…
Til stendur að lengja Tangabryggju um 168 metra til suðurs og verður bryggjukanturinn að verki loknu 370 metrar að lengd. Framkvæmdir hefjast öðru hvoru megin við næstu áramót.

Til stendur að lengja Tangabryggju um 168 metra til suðurs og verður bryggjukanturinn að verki loknu 370 metrar að lengd í heild að verki loknu. „Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir hefjist öðru hvoru megin við áramót,“ segir Pétur Ólafsson hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands.Framkvæmdaleyfi vegna verkefnisins er í höfn, vinnu við hönnun er lokið og stálþil verður pantað á komandi hausti. Verklok eru áætluð á árinu 2020.

 Vantar legupláss

  „Það skortir legupláss hér á Akureyri fyrir stærri og minni skip,“ segir Pétur. „Það er því mikilvægt til að hægt sé að halda uppi góðri þjónustu að ráðast í lengingu á hafnarkantinum svo hægt sé að tryggja örugga viðlegu skipa, einkum flutninga- og skemmtiferðaskipa,“ segir Pétur.

 


Nýjast