Styrktu Krabbameinsfélagið um tæpa hálfa milljón

Fulltrúar frá árgangi 1969 afhentu Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrkinn.
Fulltrúar frá árgangi 1969 afhentu Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrkinn.

Árgangur 1969 á Akureyri hittist nýverið í tilefni 50 ára afmælis og gerði sér glaðan dag en hefð hefur skapast fyrir því á Akureyri og nágrenni að hittast við þessi tímamót. Vildi hópurinn láta gott af sér leiða og safnaði svokölluðum kærleikskrónum og var ákveðið að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Söfnuðust samtals 419.500 kr.


Nýjast