Stórborgir og Akureyri vinsælast um páskana

Akureyri sver sig í ætt við London og Berlín
þegar kemur að vinsældum um páskana. Mynd/Hörður Geirs…
Akureyri sver sig í ætt við London og Berlín þegar kemur að vinsældum um páskana. Mynd/Hörður Geirsson.

London, Akureyri og Berlín virðast vera vinsælustu áfangastaðir Íslendinga um páskana. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is, benti á þetta á Morgunvaktinni á Rás 1 nýverið í ljósi falls WOW air og greint var frá á vef Rúv. Hann fékk nýjar tölur frá bókunarsíðunni Booking.com til að skoða ferðavenjur Íslendinga um páskana.

„Og samkvæmt tölum frá þeim eru Íslendingar helst að bóka sér gistingu í London um páskana og í öðru sæti kemur Akureyri, þannig að það eru margir sem ætla að ferðast innanlands um páskana. Í þriðja sæti kemur Berlín, svo Kaupmannahöfn og síðan París. Þannig að þetta eru stórborgir og svo Akureyri þar sem Íslendingar hafa bókað sér gistingu um páskana að þessu sinni,” segir Kristján.


Nýjast