Stjórnin og óður til Bowies á Græna hattinum

Stjórnin.
Stjórnin.

Stjórnin er að fagna 30 ára starfsafmæli sínu á þessu ári og hafa heimsótt Græna hattinn í tvígang til að fagna þessum tímamótum. Vegna fjölda áskorana ætla þau að hafa eina og síðustu aukatónleikana annaðkvöld, föstudagskvöldið 9. nóvember og enda afmælisárið með stæl. Uppselt er á tónleikana en þeir hefjast kl. 22.00.

Á laugardagskvöldið 10. nóvember er það Hljómsveitin´85 sem stígur á stokk en hún hefur undanfarið vakið athygli og lof fyrir frábæran flutning á tónlist David Bowie. Hljómsveitina skipa þeir Róbert Marshall, Þór Freysson, Hersir Sigurgeirsson, Gunz A La Tomma og Kristinn Gallagher.

Bandið hefur síðustu ár spilað rjómann af því besta frá áttunni en undanfarið einbeitt sér að tónlist Bowie. Hljómsveitin flytur á þriðja tug laga sem spanna stórkostlegan feril þessa magnaða tónlistarmanns.

Bowie aðdáendur og rokkunnendur allir ættu alls ekki að láta þessa tónleika fara fram hjá sér. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00


Nýjast