Sterk staða í Eyjafjarðarsveit

Eyjafjarðarsveit.
Eyjafjarðarsveit.

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2017 var samþykktur samhljóða á síðasta sveitarstjórnarfundi. Í bókun sveitarstjórnar segir að reikningurinn endurspegli sterka stöðu sveitarfélagsins. 

Heildartekjur A og B hluta voru 1,016 m. kr. sem er um 3,9% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 35,2 m. kr. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2017 en eldri lán voru greidd niður um 15,8 m.kr. Heildar skuldir og skuldbindingar í árslok 2017 voru kr. 284 m.kr. og er skuldahlutfallið 28,3%. Skuldaviðmið er 15,6% en leyfilegt hámark er 150%.


Nýjast