Steingrímur og Benedikt í oddvitasæti

Steingrímur J. Sigfússon og Benedikt Jóhannesson.
Steingrímur J. Sigfússon og Benedikt Jóhannesson.

Framboðslistar Vinstri grænna og Viðreisnar í NA-kjördæmi voru nýlega samþykktir. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður leiðir lista Vinstri græna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður er í öðru sæti og Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskóli í þriðja sæti. Nýkjörinn varaformaður Vg, Edward Hujibens, er í fjórða sæti listans.

Hjá Viðreisn er það Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, sem leiðir listann. Hildur Betty Kristjánsdóttir, kennari og doktorsnemi, er í öðru sæti og Jens Hilmarsson lögreglumaður er í þriðja sæti listans. Miðflokkurinn og Íslenska þjóðfylkingin eru þeir flokkar sem eiga eftir að tilkynna listana. 


Nýjast