Starfsmenn í Þrastarlundi heiðraðir

F.v. Kristinn Már Torfason forstöðumaður, Guðmundur Karlsson, Tómas Jóhannesson, Gísli Andrésson, St…
F.v. Kristinn Már Torfason forstöðumaður, Guðmundur Karlsson, Tómas Jóhannesson, Gísli Andrésson, Stefán Guðlaugsson, Erlingur Guðmundsson, Gestur Guðrúnarson og Arne Friðrik Karlsson. Mynd/Akureyri.is

Starfsmenn í þjónustukjarnanum Þrastarlundi voru á dögunum heiðraðir fyrir vel unnin störf og langan starfsaldur. Á vef Akureyrarbæjar segir að margir starfsmenn staðarins hafi haldið tryggð við starfið.

„Í jafn viðkvæmum málum og þjónusta okkar við íbúana er þá hefur reynsla góðra starfsmanna verið það sem hefur reynst best til að auka lífsgæði íbúanna,“ segir á vef bæjarins.

Lengstan starfsaldur almennra starfsmanna hefur Stefán Guðlaugsson en hann hefur starfað með fötluðum í meira en 30 ár. Fjórir starfsmenn hafa starfað í meira en tuttugu ár en það eru Gísli Andrésson, Torfi Ólafsson, Guðmundur Karlsson og Erlingur Guðmundsson. Í meira en 10 ár hafa svo starfað þeir Tómas Jóhannesson, Gestur Guðrúnarson og Lúðvík Trausti Lúðvíksson. Þá var Arne Friðrik Karlsson sérstaklega heiðraður fyrir starf sitt við uppbyggingu starfseminnar í tæp 20 ár en hann starfar nú sem leiðandi forstöðumaður hjá Velferðarsviði Reykjavíkur.


Nýjast