Smíðaði veglegt líkan af flugvél

Kjartan Guðmundsson með líkanið af flugvélinni og fyrir aftan hann er upprunalega vélin. Mynd/Hörður…
Kjartan Guðmundsson með líkanið af flugvélinni og fyrir aftan hann er upprunalega vélin. Mynd/Hörður Geirsson.

Kjartan Guðmundsson hefur smíðað og flogið flugmódelum í tugi ára. Á árlegum Flugdegi Flugsafns Íslands á Akureyrarvelli á dögunum sýndi Kjartan nýjasta módelið sem er líkan af flugvél í eigu Arngríms Jóhannssonar flugmanns. Sú flugvél er af gerðini Piper PA-18 Super Cub og var framleitt árið 1962.

Módelið af flugvélinni er það stærsta hingað til sem Kjartan hefur smíðað. Það er 33% af upprunalegri stærð vélarinnar.

Í nýjustu tölublaði Vikudags er rætt við Kjartan um flugmódelin sem hann segir sitt helsta áhugamál. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.


Nýjast