Sjónvarpssería næsta verkefni Baldvins Z

Baldvin Z er strax farinn að undirbúa næsta verkefni.
Baldvin Z er strax farinn að undirbúa næsta verkefni.

Leikstjórinn Baldvin Z, sem sendi nýlega frá sér myndina Lof mér að falla sem slegið hefur rækilega í gegn, er með nokkur járn í eldinum og er þegar farinn að huga að næstu verkefnum. Baldvin Z var í opnuviðtali í Vikudegi í síðasta blaði og greindi frá því að á teikniborðinu sé m.a. þáttasería og þá stefnir hann á nýja bíómynd á næstu þremur árum.

„Næsta verkefni er þáttaröð sem nefnist The Trip sem Sjónvarp Símanns keypti sýningarrétt á. Þetta er alþjóðlegt verkefni en við erum að vinna seríuna með kvikmyndafyrirtækjum í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þetta fjallar um íslenskt fólk sem fer í frí til Púertó Ríkó og í hópnum eru 3 ára tvíburar sem er rænt og finnast svo látnir.

En mörgum árum síðar kemur amerísk stúlka til Íslands með bréf til móður tvíburanna sem segir að hún sé annar tvíburinn átti að hafa látist. Þá byrjar okkar saga,“ segir Baldvin Z. 

Óhætt að segja að sögurþráðurinn sé spennandi og nú er bara að bíða eftir að þáttaröðin komi í sýningar. 


Nýjast