Sjö sóttu um stöðu fræðslustjóra

Akureyrarbær.
Akureyrarbær.

Sjö sóttu um starf sviðsstjóra fræðslusviðs hjá Akureyrarbæ en staðan var auglýst um áramótin eftir að Soffía Vagnsdóttir sagði upp starfi sínu sem fræðslustjóri. Af sjö umsækjendum eru fjórar konur og þrír karlar.

Eftirfarandi sóttu um: Ásdís Ýr Arnardóttir deildarstjóri, Hjálmar Arinbjarnarson leiðbeinandi, Karl Frímannsson ráðgjafi, Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri, Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir kennari, Róbert Grétar Gunnarsson deildarstjóri og Vaka Óttarsdóttir vöruþróunarstjóri.

Samkvæmt svörum blaðsins frá Akureyrarbæ liggur ekki fyrir hvenær ráðið verður í stöðuna, sá hluti ráðningarferlisins sem felst í mati á umsækjendum er í gangi ennþá.

 


Nýjast