Sinnir bæjarmálunum heiman frá í sóttkví

„Ég get sem betur fer ennþá sinnt bæjarfulltrúastarfinu og þar er af nægum verkefnum að taka þessa d…
„Ég get sem betur fer ennþá sinnt bæjarfulltrúastarfinu og þar er af nægum verkefnum að taka þessa dagana,“ segir Halla Björk.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er ein af þúsundum Íslendinga sem eru í sóttkví. Halla byrjaði í sóttkvínni á mánudaginn var og sinnir m.a. bæjarmálunum heima við. Halla Björk starfar í dagvinnu sem flugumferðarstjóri hjá Isavia og getur því ekki sinnt dagvinnunni heima við. Annað gildir þó um bæjarmálin.

„Ég get með góðu móti sinnt því. Fundir í bæjarmálunum hafa farið fram rafrænt undanfarið og hafa gengið mjög vel. Að mínu mati er þetta að mörgu leyti ekki síðri kostur og alveg jafn skilvirkt og á hefðbundnum fundum.“

Halla Björk sér fram á að geta nýtt tímann framundan í sóttkvínni nokkuð vel en lengra viðtal við Höllu Björk má nálgast í net-og prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær.


Nýjast