Sigurvegari „Eurovision kóranna 2019“ heldur tónleika á Akureyri

Vocal Line hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna, síðast „European Voices Award“ fyrr á árinu…
Vocal Line hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna, síðast „European Voices Award“ fyrr á árinu auk þess sem þau sigruðu „Eurovision kóranna 2019“ nú í ágúst.

Danski verðlaunakórinn Vocal Line sækir Ísland heim nú í september og heldur þrenna tónleika. Kórinn mun koma fram í Hofi á morgun, miðvikudaginn 11. september. Í fréttatilkynningu segir að Vocal Line syngi rytmíska samtímatónlist í nýjum og skapandi útsetningum sem unnar eru sérstaklega með Vocal Line í huga.

Þau flytja ábreiður eftir tónlistarmenn á borð við Bon Iver, Sting, Aurora, Peter Gabriel, Tori Amos og Nick Cave. Þá hefur hefur Vocal Line um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og m.a. sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi.

Þá er Þingeyingurinn Gunnar Sigfússon fyrsti og eini Íslendingurinn sem syngur með Vocal Line. Kórinn syngur í 10-12 röddum og alltaf án undirleiks. Vocal Line hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna, síðast „European Voices Award“ fyrr á árinu auk þess sem þau sigruðu „Eurovision kóranna 2019“ nú í ágúst.

Miðasala á tónleikana í Hofi er á mak.is og tix.is.

 


Nýjast