Sigruðu í Laugavegshlaupinu

Anna Berglind Pálmadóttir og Þorbergur Ingi Jónsson að hlaupinu loknu. Mynd/Laugavegshlaup.is
Anna Berglind Pálmadóttir og Þorbergur Ingi Jónsson að hlaupinu loknu. Mynd/Laugavegshlaup.is

Anna Berglind Pálmadóttir og Þorbergur Ingi Jónsson báru sigur úr býtum í Laugavegshlaupinu sem fram fór í 23. sinn sl. helgi. Alls komu 513 hlauparar í mark í Þórsmörk og hafa aldrei jafn margir lokið hlaupinu, segir á vef Laugavegshlapsins.

Þorbergur Ingi sigraði í karlaflokki á tímanum 4:32:15 mín. sem er ellefti besti tími karla í hlaupinu frá upphafi. Þetta er í fimmta sinn sem Þorbergur klárar Laugavegshlaupið.

Anna Berglind sigraði í kvennaflokki en hún hljóp á tímanum 5:24:00 mín. sem er sjötti besti tími kvenna í hlaupinu frá upphafi og þriðji besti tími íslenskra kvenna.


Nýjast